Nokkuð er rætt um forseta Íslands og samstöðuna.
Árni Snævarr leggur orð í belg á Facebook og hefur gert úttekt á ræðum Ólafs Ragnars og hversu tíðrætt honum verður um samstöðu. Þetta er niðurstaðan.
Góðkunningi minn Guðmundur Magnússon heldur því fram að gagnýni á tal forseta Íslands um samstöðu í síðasta áramót ávarpi, eigi ekki við rök að styðjast því slíkt sé alvanalegt í ræðum ráðamanna á tímamótum. Af þessu tilefni gerði ég fljótlega könnun og komst að þvi að forsetinn notaði orðið samstöðu sjö sinnum í nýársávarpi sínu 2014, þrisvar sinnum í ávarpinu 2013 en ekkí eitt einasta skipti þrjú ár þar á undan.Síðast notaði hann orðið samstaða einu sinni árið 2009. Í nýársávarpinu 2014 talaði hann jafnoft um samstöðu í einu ávarpi og í síðustu þrettán ávörpum samtals! Forsetinn hefur notað orðið samstöðu oftar en einu sinni í eingöngu tveimur af átján ávörpum sínum, einu sinni í sex ávörpum, en aldrei í tíu ávörpum. Ég fæ ekki séð að grein Guðmundar byggi á traustum grunni.