Í tilefni af uppfærslu Borgarleikhússins á Hamlet.
Ófáar eru klassísku bækurnar sem maður komst í tæri við í nokkuð einfaldaðri mynd í teiknimyndasöguheftunum Sígildar sögur. Upprunalega var þetta bandarískur blaðaflokkur, en var þýddur á íslensku og víða til á heimilum.
Blöðin voru lesin upp til agna og þarna kynntist maður sögum eins og Innrásinni frá Mars, Stikkilsberja-Finni, Uppreisninni á Bounty, Hómerskviðum, Ævintýraeyju Jules Verne, Moby Dick – jú og Hamlet.
Myndina fékk ég á Facebook síðu Kristjáns Frímanns Kristjánssonar.