fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Olíuævintýri og olíuhneyksli

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. janúar 2014 06:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Noregi varð olíuævintýri, í Bretlandi olíuhneyksli.

Þetta skrifar Aditya Chakrabortty í grein í Guardian. Hann ber saman olíuvinnslu Norðmanna og Breta og kemst að þeirri niðurstöðu að Norðmenn hafi farið skynsamlega leið, stofnað sinn olíusjóð og fjárfest, íbúum Noregs til heilla. Ákveðið hafi verið að nota olíuauðinn til að búa til betra samfélag.

Í Bretlandi hafi olíupeningunum hins vegar verið veitt til hinna ríku, ekki síst í formi skattalækkana. Þar detti heldur engum í hug að tala um olíuævintýri. Um tíma var olían í Norðursjónum 3 prósent af þjóðartekjum í Bretlandi. Ríka fólkið stakk þessu í vasann, segir Chakrabortty sem vitnar í grein eftir aðalhagfræðing PricewaterhouseCoopers, John Hawksworth að nafni.

Í greininni veltir Hawksworth því fyrir sér hvernig Bretum hefði farnast með olíuauðinn hefði hann verið settur í fjárfestingar, eins og Norðmenn hafa gert. Sú leið var ekki farin, eins og ráða má af titli greinar Hawksworths sem nefnist  Dude, where’s my oil money?

north_sea_rig_470x324

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi