Nú er að myndast hreyfing um að reyna að koma verðbólgunni niður með handafli – þeir sem hækka verð fá á sig skammir og neyðast jafnvel til að lækka aftur.
Aðrir lýsa því yfir að fyrra bragði að þeir muni ekki hækka verð eða jafnvel lækka það.
Þetta er í sjálfu sér ágætt. Fyrir vikið verður vonandi meira úr þeim litlu launahækkunum sem fást í nýjum kjarasamingum.
En þetta er ekkert nýtt.
Þeir sem eru eldri en tvævetur muna að svipað ástand hefur áður komið upp í samfélaginu – þar sem menn stíga á stokk og hafa uppi alls kyns heitstrengingar varðandi verðbólguna.
Það getur dugað í smátíma – en yfirleitt ekki lengi. Það sýnir reynslan okkur.
Við höfum semsagt verið áður á þessum stað.