„Jafnræði fyrir lögunum felur í sér að fyrirtæki hafi sömu stöðu gagnvart lögunum, sama hversu stór þau eru. Það er ekki hægt að hafa sérstakt dómskerfi fyrir stór fyrirtæki og annað fyrir lítið. Ef sumir njóta forréttinda gagnvart lögunum, þá ætti dómsmálaráðuneytið að viðurkenna að sú sé raunin – og skýra út hvers vegna þetta sé svona.“
Þetta má lesa í grein sem birtist á vef CNN. Höfundarnir eru tveir, frjálshyggjumaðurinn Mark Calabria frá Cato Institute og Lisa Gilbert frá frjálslyndum samtökum sem nefnast Public Citizen. Þau eru ekki sammála í pólitík, en skrifa þessa grein til að fjalla um refsileysi stórra banka og fyrirtækja.
Það er talað um fyrirtæki sem eru too big to fail, þau Calabria og Gilbert tala um fyrirtæki sem eru too big to jail.
Þau leggja út frá máli HBSC bankans sem varð uppvís að alls kyns svikum, meðal annars að leyfa fíkniefnasölum að þvo peninga. Samt var bankinn ekki lögsóttur á endanum, heldur var gerður samningur sem felur í sér að bankinn greiðir sekt og viðurkennir að sér hafi orðið á í messunni.