fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Miðlungsgóður Mitty

Egill Helgason
Mánudaginn 6. janúar 2014 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að kvikmyndirnar sem hafa verið teknar á Íslandi undanfarið valda nokkrum vonbrigðum, The Secret Life of Walter Mitty er ekki undanskilin.

Ísland kemur reyndar rosalega vel út í myndinni. Og þarna er sena þar sem söguhetjan er spurð að því í síma hvort Ísland sé ekki fallegt. Ben Stiller, sem leikur aðalhlutverkið, klökknar og segir – jú, það er fallegt.

Þetta er semsagt fín „landkynning“. Túristastraumurinn til Íslands minnkar ekki við þessa mynd – og heldur ekki við greinina í Guardian þar sem er talað um landið sem Hollywood norðursins.

Myndin fær fína aðsókn. Svo fer hún á iTunes og Netflix og í sjónvarp, áður en yfir lýkur eiga ótaldar milljónir eftir að sjá hana. Hún hæfir öllum aldursflokkum, boðskapurinn er ágætur – þetta er það sem er kallað feelgood mynd.

Í hinni frábæru smásögu James Thurbers er Walter Mitty óhamingjusamur maður sem leitar skjóls í draumórum. Það er líka uppleggið í kvikmyndinni. En ekki er liðið langt af henni þegar er skipt alveg um gír, þá hættir Mitty að vera draumóramaður og verður í staðinn aksjónmaður. Í staðinn fyrir tilfinningadýpt eru búin til læti. Menn treysta ekki sögunni og nota frekar tæknibrellur.

Okkar menn, Ólafur Darri, Þórhallur Sigurðsson, Gunnar Helgason og Ari Matthíasson eru til stakrar prýði og útlit myndarinnar er flott. Em allt er þetta frekar langsótt og útkoman ekki nema miðlungsmynd.

Nú bíður maður eftir kvikmyndunum Noah og Interstellar sem líka voru teknar á Íslandi. Vonandi verða þær betri.

url-7

The Secret Life of Walter Mitty nýtur þess að aðalleikararnir, Ben Stiller og Kristen Wiig, eru bæði mjög geðþekk. Myndin sjálf er hvorki fugl né fiskur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær