fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Sjúkrahús og heilnæmt umhverfi

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. september 2013 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður áttar sig ekki alveg á því hver er staðan varðandi hátæknisjúkrahúsið svokallaða. Framsóknarmenn voru komnir í nokkuð harða andstöðu gegn því fyrir kosningar, þótt reyndar hafi verkefnið fyrst og fremst verið keyrt áfram af framsóknarmönnum hingað til.

Er ennþá ætlunin að byggja þennan risastóra spítala á þessum stað?

Í deilunum um flugvöllinn virðast menn gefa sér það – maður heyrir í fólki sem er á alveg á móti því að spítalinn sé við Hringbraut en er á sama tíma á móti því að

En einhvern veginn virðist í hugum margra vera búið að líma saman flugvöll og sjúkrahús.

Þetta er samt ekki það sem ég ætlaði að ræða um.

Á ráðstefnunni Í byrjun tveggja alda sem ég sat á Vestfjörðum um helgina kom fram í einu erindinu að fyrr á tíð hefðu menn reist sjúkrahús í því sem telst vera heilnæmt umhverfi. Þar má til dæmis nefna Vífilsstaðaspítala og Kristneshælið og að sumu leyti Landspítalann þegar hann var byggður, hann var þá á mörkum bæjarins með stórt grænt svæði í kring.

Nú stendur til að troða stóra spítalanum niður á þröngu svæði. Þarna verður ógurlegt magn steinsteypu, bílabrautir allt í kring. Það verður afar litið pláss fyrir gróður, garða eða náttúru, ef marka má teikningarnar sem maður hefur séð. Yfirleitt eru landslagsarkitektar kallaðir síðastir að svona verkefnum og látnir pota niður nokkrum runnum.

Á ráðstefnunni kom fram að þess væri aftur farið að gæta í skipulagsfræðum og arkítektúr að reisa sjúkrahús þar sem eru tengsl við náttúruna – að heilnæmt umhverfi geti verið læknandi ellegar líknandi.

Það meikar alveg sens.

0.5A2

Landspítalinn var reistur á grænu svæði aðeins utan við borgina. Hið sama má segja um aðrar sjúkrastofnanir þess tíma, þær voru í heilnæmu umhverfi. Nú stendur til að troða óskaplegu magni af húsum og steinsteypu á þennan blett. Þá verður lítið eftir af gróðri og grænum svæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn