fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Öll Reykjavík, innan Elliðaárósa

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. september 2013 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft rætt um hversu dreifð Reykjavík er, ég minntist síðast á þetta í tengslum við umræðu um grasslátt.

Í dag rakst ég svo á grein sem birtist í Fréttablaðinu fyrir átta árum. Hún er eftir blaðamanninni Brynjólf Þór Guðmundsson.

Í greininni er sýnt fram á að öll byggðin í Reykjavík eins og hún var þá, árið 2005, hefði getað rúmast vestan Elliðaárósa, ef þéttleiki byggðarinnar hefði verið eins og innan Hringbrautar og Snorrabrautar.

Þó var flugvöllurinn enn á sínum stað og Laugardalurinn enn útivistarsvæði.

Ég held að fæstum muni þykja borgin mjög þétt innan gömlu Hringbrautarinnar (Snorrabraut var eitt sinn hluti hennar). Þvert á móti er byggðin fremur lágreist.

Nú stöndum við frammi fyrir því að þarf að byggja mikið af nýju húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er áberandi að ungt fólk vill byggja miðsvæðis. Þar er fasteignaverðið líka hæst. Það er til dæmis fagnaðarefni að nú er borgin farin að slá af kröfum um bílastæði. Það er ekki lögmál að allir geri kröfu um að geta plantað einkabílnum fyrir utan dyrnar á sér – og þekkist reyndar ekki víða í erlendum borgum.

Grein Brynjólfs má sjá í heild sinni hér, á timarit.is.

 

1236382_10201992230236150_155591245_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar