fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Sigrún: Höftin og biðin eftir stefnu stjórnarinnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. september 2013 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir flutti áhugaverðan pistil í Speglinum í gær og velti fyrir sér gjaldeyrishöftunum – meðal annars í ljósi nokkuð góðra frétta af greiðslujöfnuði við útlönd og skuldastöðu þjóðarbúsins. Ef ástæða fyrir kröfuhafa að gefa eftir gagnvart þjóð þar sem staðan er þó þetta góð?

Sigrún spurði hvað tefði ríkisstjórnina, hvers vegna hún væri ekki fari að semja við erlenda kröfuhafa bankana sem hún sagði að væru tilbúnir til viðræðna.

Skýringuna taldi hún vera óeiningu innan ríkisstjórnarinnar um hvernig eigi að taka á málunum.

Sigrún sagði í pistlinum:

„Í allan vetur lá í loftinu að frágangur á uppgjöri þrotabúanna drægist vegna stjórnarskipta. Það hefur gerst en það er samt enginn skriður kominn á viðræður. Umsóknirnar liggja hjá Seðlabankanum en Seðlabankinn verður að hafa stefnu að stýra eftir. Og stefnan er hvergi sjáanleg. Fyrir nokkrum vikum var tilkynnt að skipaður yrði afnámsstjóri, tvö nöfn voru nefnd en enginn enn skipaður. Samkvæmt heimildum Spegilsins eru stjórnarflokkarnir ekki sammála varðandi afnám haftanna og óeining um haftastjóra endurspegli það. Fyrirspurn Spegilsins frá í gær til forsætisráðuneytisins um skipan haftastjóra hefur ekki verið svarað.

Á meðan bíta höftin Íslendinga. Í þætti á al Jazeera sjónvarpsstöðinni í gær spurði Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP leikjafyrirtækisins Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hvað hann ætlaði að gera varðandi höftin. Það þyrfti án efa að stíga á ýmsar tær, sagði Hilmar, til að afnema þau því ýmsir hefðu hreiðrað um sig í höftunum og hefðu það gott þar. Forsætisráðherra sagðist meðal annars vonast eftir vinsamlegri afstöðu kröfuhafa.

Vandinn sem Hilmar lýsir er einmitt það sem gjarnan gerist. Spegillinn hefur undanfarið heyrt býsna mörg dæmi um meint gjaldeyrissvindl. Höft bjóða einmitt upp á slíkt og eitra út frá sér. Á meðan bíða slitastjórnir og kröfuhafar. Þeir undrast að eftir að alþingi samþykkti í vor að ráðherrar þurfi að samþykkja uppgjör búanna þá sé engin viðleitni til að taka á þessum stóru málum.“

Það er varla eftir neinu að bíða. Skýrsla World Economic Forum þar sem fjármálakerfið á Íslandi fær hræðilega útreið sýnir að svona getur þetta ekki gengið mikið lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn