fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Útrásarvíkingarnir höfðu rétt fyrir sér – að nokkru leyti

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. september 2013 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða hefur spunnist um flutning fyrirtækja úr landi. Hjálmar Gíslason skrifar að það sé ekki flótti né föðurlandssvik að flytja fyrirtæki úr landinu.

En auðvitað eru menn farnir að rífast um þetta eins og annað á Íslandi.

Staðreyndin er sú að vaxtamöguleikar fyrirtækja eru mjög takmarkaðir á Íslandi. Aðalástæðurnar eru tvær, smæð þessa örmarkaðar og vandinn við að ná í fjármagn.

Við létum smæðina ekki há okkur svo mjög á tímanum þegar Kolkrabbi og Samband skiptu á milli sín viðskiptalífinu. Þá var metnaðurinn ekki sérlega mikill; menn létu gott heita að ríkisbankar deildu fé til útvalinna.

En nú lifum við á tíma hnattvæðingar. Við getum ferðast út um allan heim; ungu fólki þykir það eðlilegt. Það sækir sér menntun í útlöndum og sér, eins og er, að tækfærin er takmörkuð á Íslandi.

Stærsta atvinnugreinin, sjávarútvegurinn, er nánast lokaður. Hlutabréfamarkaður er varla til, og ef menn fara að fjárfesta þar er það gegn lífeyrissjóðum sem eru eins og tröll á íslenska markaðnum.

Áhættufé er varla hægt að fá í íslenska kerfinu, vextir eru afar háir, fjármagnið ákaflega óþolinmótt. Það vantar fjárfesta sem hafa sérþekkingu. Gjaldeyrishöft hjálpa ekki og varla krónan heldur.

Að nokkru leyti má segja að útrásarvíkingarnir hafi komist að eðlilegri niðurstöðu. Jú, að nokkru leyti höfðu þeir rétt fyrir sér. Það er afskaplega takmarkandi að selja 300 þúsund manna þjóð bankaþjónustu eða baunir. Hugur þeirra stóð út, rétt eins og hugur Hjálmars Gíslasonar – og ég get líka nefnt tvo bræður mína sem reka flott fyrirtæki í útlöndum. Þeir hefðu aldrei getað látið þau vaxa á Íslandi.

Útrásarvíkingarnir klúðruðu sínum málum. Fall þeirra var sambland af hroka, heimóttarskap sem þeir gátu ekki losað sig við, tími þeirra einkenndist líka af geðbilaðri lánaþenslu sem kemur ekki aftur í bráð. Að því leytinu eru þeir víti til varnaðar, en það er ekki þar með sagt að Íslendingar eigi ekki að leita til útlanda að tækifærum, fjármagni og vaxtamöguleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna