fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Viljum við draugahús til að minna okkur á hrunið?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. september 2013 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Harpa varð mun stærra hús en ætlunin var eftir að fjármagnsöfl fyrirhrunsins komust í dæmið.

Svoleiðis fór það, og því verður ekki breytt. Það bættist við hótel og hugmynd um að þarna yrði líka ráðstefnuhöll.

Ríki og borg áttu ekki góða kosti í málinu eftir hrunið.

Það hefði verið hægt að skilja holuna eftir í jörðinni með húsi sem var farið að rísa – til minningar um hrunið. Líklega hefðu þó flestir orðið leiðir á þeim minnisvarða. Það er ekki hægt að liggja endalaust í þunglyndi og sjálfsásökun.

Það hefði verið hægt að moka yfir, en þá hefði verið ónýtt heilmikið fjármagn sem þegar var búið að leggja í framkvæmdina.

Það var valinn sá kostur að halda áfram. Eftir á að hyggja var það eini valkosturinn sem sæmir þjóð sem vill standa upprétt. Menn mættu rifja upp stór menningarverkefni sem ráðist var í þegar þjóðin var mun snauðari en hún er nú, eitt af því sem einkennir okkur sem þjóð er mikill menningarlegur metnaður.

Opnun Hörpu var í raun gleðilegasta frétt eftirhrunsáranna. Loksins kom eitthvað sem hægt var að kætast yfir – vera stoltur yfir. Þetta fallega hús sómir sér afar vel á hafnarbakkanum og er orðið eitt einkennistákn Reykjavíkur. Borgir sem hafa ekki slík mannvirki, sem eru bæði tákn og staðir þar sem fólk safnast saman, rísa ekki undir nafni.

Gestirnir í Hörpu eru komnir á þriðju milljón. Það var í ágúst að talan fór yfir tvær milljónir. Þarna eru haldnar alls kyns skemmtanir. Nú í vikunni spilaði Sinfóníuhljómsveitin í Eldborg, en þar léku líka Dúmbó & Steini. Þannig er húsið líka stærsta félagsheimili landsins.

Allt tal um að loka Hörpu er út í hött. Við munum halda áfram að greiða af byggingunni þótt engin starfsemi sé í henni. Og það yrði okkur til vansa ef þessi bygging stæði auð og engum til gagns. Draugahús af því tagi er það síðasta sem okkur vantar. Við þurfum ekki að næra í okkur þunglyndið fremur en orðið er.

Og það er hægt að leysa vanda heilbrigðiskerfins án þess að vera sífellt að tala um Hörpu í því sambandi. Það er orðið að tuggu. Þar sækir fólk sér andlegt heilbrigði sem er skiptir líka máli, rétt eins og hið líkamlega. Þar er ljós, ylur, tónar, menning, mannlíf.

images-11

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með