fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Mannfjandsamlegur lánamarkaður – meira áríðandi en skuldaniðurfellingar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. september 2013 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er einkum einblínt á hvort Framsóknarflokknum tekst að efna loforð um skuldaniðurfellingar. Það má ljóst vera eftir kosningabaráttuna að þetta yrði málið sem ríkisstjórnin yrði einkum krafin svara um.

En það er annað mál, sem var líka rætt í kosningabaráttunni, sem er miklu stærra.

Sú staðreynd að lánamarkaðurinn á Íslandi er mannfjandsamlegur.

Framsóknarflokkurinn boðaði afnám verðtryggingar í kosningunum og nú starfar nefnd til að skoða það.

En það er miklu fleira sem spilar þarna inn í. Yfirgengilegur vaxtamunur, óhagkvæmt bankakerfi, Íbúðalánasjóður sem er á hausnum, há ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða, stimpilgjöld, óstöðugt hagkerfi og gjaldmiðill sem sveiflast upp og niður –  jú, og beinlínis fjandsamlegt viðhorf í garð lántakenda.

Ein helsta röksemd þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið hefur verið að þá færist kjör lántakenda nær því sem gerist í nágrannalöndum. Nú er ljóst að við erum ekki á leið þangað inn og að krónan verður gjaldmiðill okkar um næstu framtíð.

Því er enn brýnna að stjórnvöld ráðist á þennan vanda, að hér verði til lánamarkaður sem þjóni fyrirtækjum og fólki fremur en að hneppa það í ánauð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“