fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Mannfjandsamlegur lánamarkaður – meira áríðandi en skuldaniðurfellingar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. september 2013 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er einkum einblínt á hvort Framsóknarflokknum tekst að efna loforð um skuldaniðurfellingar. Það má ljóst vera eftir kosningabaráttuna að þetta yrði málið sem ríkisstjórnin yrði einkum krafin svara um.

En það er annað mál, sem var líka rætt í kosningabaráttunni, sem er miklu stærra.

Sú staðreynd að lánamarkaðurinn á Íslandi er mannfjandsamlegur.

Framsóknarflokkurinn boðaði afnám verðtryggingar í kosningunum og nú starfar nefnd til að skoða það.

En það er miklu fleira sem spilar þarna inn í. Yfirgengilegur vaxtamunur, óhagkvæmt bankakerfi, Íbúðalánasjóður sem er á hausnum, há ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða, stimpilgjöld, óstöðugt hagkerfi og gjaldmiðill sem sveiflast upp og niður –  jú, og beinlínis fjandsamlegt viðhorf í garð lántakenda.

Ein helsta röksemd þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið hefur verið að þá færist kjör lántakenda nær því sem gerist í nágrannalöndum. Nú er ljóst að við erum ekki á leið þangað inn og að krónan verður gjaldmiðill okkar um næstu framtíð.

Því er enn brýnna að stjórnvöld ráðist á þennan vanda, að hér verði til lánamarkaður sem þjóni fyrirtækjum og fólki fremur en að hneppa það í ánauð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir