fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Fjörutíu ár frá valdaráninu í Chile

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. september 2013 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chilebúar eiga sinn 11. september, minningin um hann er ekki síður skelfileg en um 11. september í Bandaríkjunum.

Það var fyrir fjörutíu árum að herforingjarnir í Chile tóku völdin undir forystu Augustos Pinochet. Réttkjörinn forseti landsins, Salvador Alliende, beið bana í valdaráninu. Á bak við stóð Bandaríkjastjórn. Einn af skúrkunum sem þar var að verki er enn á lífi, Henry Kissinger. Um hann skrifaði Christopher Hitchens fræga bók þar sem hann sýndi fram á að Kissinger væri samsekur um stríðsglæpi.

Eftir þetta rann mikið morð- og grimmdaræði á herforingjana. Fólk var lokað inni í fangelsum og á íþróttaleikvöngum, svelt, pyntað og myrt. Margir Chilebúar flúðu land – þetta var einn þeirra atburða sem hreyfði mest við almenningsálitinu þessum tíma. Örlagaatburður.

Einn þeirra sem var myrtur af herforingjaklíkunni var söngvarinn og leikhúsmaðurinn Victor Jara. Hendurnar sem hann notaði til að leika á gítar voru mölbrotnar en síðan var hann skotinn – með 44 byssukúlum.

Fólið Pinochet þurfti hins vegar aldrei að gjalda fyrir glæpi sína.

Victor Jara söng og samdi mörg falleg lög og sótti mjög í ríka ljóðahefð lands síns – Chile á tvo Nóbelsverðlaunahafa, bæði ljóðskáld, Gabrielu Mistral og Pablo Neruda. Hann varð píslarvottur og nafn hans lifir í Suður-Ameríku, til dæmis tileinkaði Roger Waters honum tónleika þegar hann spilaði í Chile í fyrra.

Hér er eitt frægasta lag Victors Jara, hið sérlega fallega Te recuerdo Amanda – Ég man þig Amanda, göturnar voru blautar og þú hljópst að verksmiðjunni þar sem Manuel vann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?