fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Hvernig á að „bjarga“ heimilunum?

Egill Helgason
Sunnudaginn 1. september 2013 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er himinn og haf milli stjórnarflokkanna hvað varðar niðurfellingu á skuldum. Þetta eru mál sem ekki voru afgreidd á tíma stjórnarsáttmálans, þau voru einfaldlega sett í bið. Loks voru skipaðar nefndir, eftir talsvert reiptog um hverjir skyldu sitja í þeim.

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi, sem er hallur undir Framsóknarflokkinn, segir að sumir andstæðingar ríkisstjórnarinnar voni að ekki takist að „bjarga“ heimilunum.

Hann reiðist vegna ummæla Huldu Þórisdóttur, lektors við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún sagði að ríkisstjórnin yrði að fara að láta verkin tala, bæði þeir sem vonast eftir leiðréttingu og þeir sem vilja hana ekki væru óþreyjufullir.

Hulda verður ekki sökuð um að vera sérstakur andstæðingur ríkisstjórnarinnar, eins og þeir vita sem þekkja til hennar.

Einn af trúnaðarmönnum Bjarna Benediktssonar, Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur, mun hafa sagt á ÍNN um daginn að hugmyndir Framsóknar væru óframkvæmanlegar.

Eins og staðan er virðist lítil hreyfing á viðræðum við kröfuhafa sem sagt er að séu lykillinn að þessu öllu. Það er náttúrlega ekki gefið að starfshóparnir komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að afnema verðtrygginguna eða „bjarga“ heimilunum. Það er líka afar óljóst í hverju sú björgun felst, á það að vera almenn aðgerð eða sértæk og þá bara fyrir þau heimili sem standa verst.

Aðalmeinsemdirnar í íslensku samfélagi nú eru lág laun, óstöðugleiki, háir vextir og sífelld hætta á verðbólgu.

Launin virðast ekki ætla að hækka, þvert á móti er boðaður niðurskurður og að launþegar þurfi einskis að vænta af kjarasamningum. Það þýðir væntanlega að atgervisflóttinn úr íslensku samfélagi heldur áfram. Vextirnir eru háir, bæði vegna óstöðugleika og vegna þess að bankarnir komast upp með það – vaxtamunurinn er um og yfir 3 prósent. Svoleiðis er ekki í neinu alvöru hagkerfi.

Óstöðugleikinn leiðir líka til þess að fólk leitar skjóls í verðtryggingunni, því hún tryggir jafnari greiðsludreifingu. Það var nokkur flótti yfir í óverðtryggð lán um tíma, en nú velur fólk aftur verðtryggð lán. Með því geta lántakendur ýtt greiðslunum á undan sér með auðveldari hætti. Fyrir lántakendur er þetta náttúrlega óhemju dýrt, en sársaukinn er nokkuð jafn, kemur ekki í stórum hviðum.

Það er auðvitað hægt að „bjarga“ heimilum með ýmsum hætti. Stærsta björgunin myndi líklega felast í heilbrigðara efnahags- og viðskiptalífi; þurfum við kannski að reyna að færast nær vinaþjóðum okkar á Norðurlöndunum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn