fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Vandinn á Hofsvallagötu er að þetta er púkalegt, ekki að þrengt sé að einkabílnum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. ágúst 2013 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alveg er með ólíkindum þegar fólk fer að óttast um að „þrengt sé að einkabílnum“ í Reykjavík.

Einkabíllinn drottnar algjörlega í borginni. Hún er dreifð út um holt og hæðir og út með ströndinni og varla hægt að komast nema í einkabílnum. Hugumstórt fólk og hraust hefur þó farið að hjóla í auknum mæli síðustu ár, við heldur óbeysin skilyrði.

Það er tæpast hægt að reka almenningssamgöngur af viti í svona dreifðri borg.

Umferðarmannvirki taka upp óhemju stóran hluta af borgarlandinu og svonefnd helgunarsvæði kringum þau taka líka mikið pláss. Og bílastæðin eru ekki smá flæmi.

En þegar reynt er að gera för hjólreiðafólks og gangandi vegfarenda aðeins greiðari, ja, þá er verið að þrengja að einkabílnum.

Og fólk getur orðið alveg brjálað. Það lætur eins og standi yfir stórfelldar ofsóknir gegn bílandi fólki.

Mér skilst að fundur um breytingar á Hofsvallagötu hafi verið það sem nefnist „hitafundur“. Það þýðir að margir hafa orðið ákaflega æstir.

Samt er það eina sem er að breytingunum á Hofsvallagötu að nýju umferðareyjarnar sem hafa verið settar þar niður eru illa hannaðar. Jú, þær eru ljótar og púkalegar. Og það er líka ljótt að mála svona mikið á gangstéttina. Það þarf augljóslega að hanna þetta upp á nýtt.

Hefðu verið settir þarna niður runnar og smá gras, hefði líklega enginn kvartað.

Að öðru leyti er ágætt vit í að gera þetta svona. Þarna koma hjólastígar. Það hægir á umferðinni – mér líður vel að vita af því sökum þess að sonur minn þarf oft að fara um Hofsvallagötuna á leið út í KR-hús.

Og nei, það er ekki verið að þrengja að einkabílnum. Bílar munu áfram komast greiðlega leiðar sinnar um þetta svæði. Það er líka hægt að komast ýmsar aðrar leiðir um Vesturbæinn og alla alla leið út á Seltjarnarnes. Þar má nefna Suðurgötuna, Birkimelinn, Kaplaskjólsveginn og Eiðsgrandann.

Myndband sem sýnir Hofsvallagötuna eftir breytingar, séða með augum hjólreiðamanns. Ef hefðu verið sett niður tré, runnar og gras í stað hinna forljótu fuglakassa og fánaveifa, er næsta öruggt að miklu færri hefðu kvartað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí