Sumir virðast halda að mannfjöldi í Miðbænum sé eitthvað nýtt og bundið við Menningarnótt. Svo er þó alls ekki.
Fólk hefur lengi safnast saman í Miðbænum, en áður voru tilefnin önnur en Menningarnóttin og Gay Pride.
Hér er til dæmis mynd frá því 17. júní var og hét. Þetta er á sjöunda áratugnum, í kringum 1965. Þarna er hið feikivinsæla Savanna tríó að spila á Arnarhóli. Manngrúinn er ótrúlegur – þá bjó auðvitað mun færra fólk í bænum en nú.
Hér eru svo enn eldri myndir, í texta segir að þær séu frá sumardeginum fyrsta 1937. Við sjáum að manngrúinn fyllir Austurstræti og nær langt upp Bankastrætið og Laugaveginn.