Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra íhugar að leysa upp samninganefnd Íslands í viðræðum við Evrópusambandið.
En viðhorfið er svolítið – af því ég get það.
Lögfræðiálit segir að ráðherranum sé heimilt að gera þetta án atbeina Alþingis. Jú, má vera að hægt sé að færa rök fyrir því.
En af hverju ekki að gera hlutina á lýðræðislegan hátt og fara með málið fyrir Alþingi?
Er það á einhvern hátt óþægilegt fyrir ráðherrann og ríkisstjórnina?
Má minna á að það var síðast í gær að birtist skýrsla þar sem kom í ljóst að traust á Alþingi var sama og ekkert. Ein aðferðin til að breyta því er að þingið verði staður þar sem eru teknar raunverulegar ákvarðanir – en sé ekki bara vettvangur rifrildis, málþófs og getuleysis.