fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Nú þarf Sinfónían að vanda sig

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. ágúst 2013 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill heiður fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands að vera boðin að spila á BBC Proms – þetta er sannarlega ein helsta tónlistarhátíð í heimi.

Ég hef nokkrum sinnum farið á tónleika á Proms, flytjendurnir sem ég hef séð eru ekki af verri endanum: Berlínarfílharmónían, Bostonsinfónían, Simon Rattle, Bernard Haitink, Lang Lang.

Sinfóníuhljómsveitin þarf að vanda vel til verka þegar hún spilar í þessum gæðaflokki – tónleikarnir fara fram í Royal Albert Hall, einum glæsilegasta tónleikasal í heimi. Og áheyrendurnir er fólk sem kemur víða að og veit margt um tónlist.

Hljómsveitin hefur átt í dálítilli krísu eftir fyrstu glöðu dagana í Hörpu. Það er annað að spila í Háskólabíói en í 1700 manna sal þar sem heyrist hver nóta. Áhorfendum hefur fjölgað, áhorfendahópurinn er orðinn yngri og fjölbreyttari. Það er mjög gott. En það hefur verið ljóst nokkra hríð að hljómsveitin og aðalstjórnandi hennar, Ilan Volkov, eiga ekki samleið. Hljómsveitinni og stjórnandanum lyndir einfaldlega ekki.

Ýmsir gestastjórnendur sem koma hafa náð meiru út úr sveitinni en Volkov. Styrkur hans liggur helst í nútímatónlist, en miklu síður í rómantík eða því sem hefur verið nefnt Vínarklassík. Þegar hann stjórnar er eins og hann kæfi spilagleði hljómsveitarinnar.

Volkov er á leiðinni burt, þetta er síðasta árið hans. En það kemur á óvart hversu mörgum tónleikum hann stjórnar í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“