fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Fallandi fylgi ríkisstjórnar – veikluð stjórnarandstaða

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. ágúst 2013 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má skoðanakönnun MMR virðist fylgi ríkissjórnarinnar vera falla stöðugt. Þegar stjórnin tók við var hún með næstum 60 prósenta fylgi hjá MMR, nú mælist það 49 prósent.

Nú eru liðnir meira en hundrað dagar frá því stjórnin tók við – það eru svonefndir hveitibrauðsdagar. Þeir hafa að mörgu leyti verið stjórninni erfiðir. Kannski má kenna reynsluleysi og ákefð sumra ráðherra um – en auðvitað bætir ekki úr skák að tóninn í stjórnarflokkunum er allt annar en var fyrir kosningar.

Óþolinmæði gagnvart ríkisstjórnum er mikil og ekki bara á Íslandi. Strax eftir að stjórnin tók við var farið að tala um að hún myndi ekki standa við loforð sín. Nú er búið að skipa vinnuhópa til að skoða skuldaafskriftir, verðtryggingu og gjaldeyrishöft. Alls staðar eru trúnaðarmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsvari. Það hlýtur að vera til marks um að honum sé mjög áfram um að standa við fyrirheitin.

Fylgi Framsóknarflokksins er náttúrlega mjög viðkvæmt. Sveiflan lá til flokksis mánuðina fyrir kosningar. Þetta fylgi getur yfirgefið hann í svipstundu – og hefur þegar gert það að hluta til samkvæmt skoðanakönnunum. En það er athyglisvert að fyrri stjórnarflokkar eru ekki mikið að bæta við sig, VG þó ögn. Flokkurinn mælist stærri en Samfylkingin. En samanlagt fylgi þeirra er ekki nema 27 prósent. Vinstri vængurinn er afar veikur um þessar mundir, og ríkisstjórnin getur huggað sig við að andstaðan gegn henni verður veikluð – að minnsta kosti framan af kjörtímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB