Stundum komast frasar inn í umræðuna og öðlast sjálfstætt líf – án þess nokkuð sé rýnt í merkingu þeirra.
Einn þeirra er að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“ hjá ESB.
Semsagt að ekki sé hægt að sjá hvað sé boði þar – og hafna því.
Samt er það þetta sem Norðmenn hafa gert, ekki einu sinni, heldur tvisvar.
Í þjóðaratkvæðagreiðslum 1972 og 1994.
Í bæði skiptin skoðuðu þeir hvað var í boði – og sögðu nei.