fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Stórviðburður í tónlistarlífi – óperan Ragnheiður

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. ágúst 2013 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A föstudagskvöld verður frumsýnd ný íslensk ópera í Skálholti. Þetta er stórviðburður í tónlistarlífinu – það er ekki oft að eru samdar íslenskar óperur. Verkið verður svo sýnt áfram laugardag og sunnudag.

Óperan er eftir hið ástsæla tónskáld Gunnar Þórðarson, textinn eftir Friðrik Erlingsson rithöfund. Efnið sækja þeir í sögu sem lengi hefur verið Íslendingum hugstæð – örlög Ragnheiðar, dóttur Brynjólfs, biskups í Skálholti.

Uppfærslan er mjög stórhuga. Þátt taka kór, fimmtíu manna hljómsveit og einsöngvarar – stjórnandinn er Petri Sakari, sem lengi var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar.

Það verður gaman að sjá hvernig til tekst, en um leið veltir maður fyrir sér stöðu óperuflutnings á Íslandi. Íslenska óperan er komin í Hörpu og setur þar á svið kassastykki – í vetur er Carmen á dagskránni. Öðruvísi er líklega ekki talið að Óperan fylli hinn stóra Eldborgarsal. En á meðan setja Gunnar og Friðrik sína óperu upp í einkaframkvæmd og hafa þurft að leggja mikið undir til að ná þessu saman.

images-9

Söngvarar í óperunni Ragnheiði eru úr fremstu röð: Bergþór Pálsson, Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Jóhann Smári Sævarsson, og Alina Dubik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef