fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Munurinn á Gísla Marteini og Davíð

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. ágúst 2013 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson segist vilja leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Borgin er mikilvægari en pólitíkin, segir hann.

Þetta er nokkuð merkileg yfirlýsing.

Borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir hafa legið undir ámæli hjá hörðum flokksmönnum fyrir að starfa með borgarstjórnarmeirihlutanum að ýmsum málum sem þau telja að horfi til framfara, til dæmis aðalskipulaginu.

Það þýðir að gamaldags stjórnar/stjórnarandstöðupólitík heyrir nokkuð sögunni til í borginni. Hún á heldur ekki heima þar. Flest mál sem er fjallað um í sveitarstjórnum fylgja ekki flokkspólitískum línum.

Þetta er nokkuð ólíkt því viðhorfi sem birtist í frægri tilvitnun í Davíð Oddsson:

„Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“

Þarna er lýsing á dæmigerðri valdapólitík – sumir myndu jafnvel kenna hana við sandkassa. Maður gerir allt til að klekkja á andstæðingnum, gera hann tortryggilegan, koma honum frá – jafnvel þótt hann sé ekkert að gera rangt og athæfið geti verið skaðlegt fyrir almenning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef