fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Þegar Danmörk var stærst

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. júlí 2013 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni þótti Íslendingum allt stærst og mest í Danmörku. Það er ekki einu sinni svo langt síðan.

Við vorum reyndar dálítið drjúg yfir því að eiga stærri fjöll en þeirra Himmelbjerg. En að öðru leyti var Danmörk risastór í huga okkar.

Við keyptum dönsku blöðin og vissum allt um konungsfjölskylduna og um stjörnur á borð við Helle Virkner og Simon Spies.

Við gátum eiginlega ekki hugsað okkur stærri mannvirki en Sívalaturn. Íslendingar sem fóru til Kaupmannahafnar voru furðu lostnir þegar þeir fetuðu leiðina upp í turninn.

Fullorðið fólk á Íslandi dreymdi um danska bjórinn, en stærsti draumur íslenskra barna var að komast í Tívolí. Ár hvert hélt barnablaðið Æskan verðlaunasamkeppni og fengu vinningshafar að fara í Tívolí. Börn eins og ég lásu blaðið, full af öfund í garð hinna heppnu. Maður sá myndir af þeim í skemmtigarðinum – mikið vildi maður komast í þeirra hóp.

Og ef leikari eða söngvari komst á svið í Konunglega, eins og það var kallað, var það nánast meiri árangur en hægt var að ímynda sér. Scala og Metropolitan bliknuðu í þessu sambandi.

En allt er breytingum undirorpið. Íslendingar fara reyndar enn til Kaupmannahafnar, en skynja líklega eins og flestir að þetta er meðalstór borg, nokkuð á útjaðri þýsks áhrifasvæðis.

Í nýrri könnun sem sagt er frá í Pressunni kemur fram að ferðamenn sem fara til Danmerkur eru óánægðir. Allt er mjög dýrt, þjónustan vond og ferðamenn hrífast ekki af frægustu stöðunum.

images-5

Er Litla hafmeyjan kannski ekki svo spennandi?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni