fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Furðulegar hugmyndir um fjölmiðla

Egill Helgason
Föstudaginn 12. júlí 2013 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólíkt sumum sem hafa áður setið í embætti útvarpsstjóra er Páll Magnússon ekki pólitískt ráðinn. Hann hefur alið allan starfsaldur sinn í fjölmiðlum – á Vísi, Tímanum, hjá Iceland Review, Stöð 2 og Ríkisútvarpinu. Hann er fagmaður sem gjörþekkir hvernig starf á fjölmiðlum fer fram – og skilur líka nauðsyn þess að fjölmiðlamenn fái njóta frelsis en um leið verndar í starfi sínu.

Páll nýtur trausts hjá starfsmönnum Ríkisútvarpsins, ég hygg að mörgum þyki það skelfileg tilhugsun ef við fengjum aftur flokkspólitískan útvarpsstjóra.

Páll hefur staðið ágætan vörð um Ríkisútvarpið, barist fyrir hagsmunum þess og stigið fram því til varnar þegar honum þykir þurfa.

Merkileg er greinin sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag þar sem hann sýnir fram á að ritstjóri Morgunblaðsins er gjörsamlega með Ríkisútvarpið á heilanum, skrifar um það algjörlega án afláts.

Páll bendir líka á hversu sérkennilegur fjölmiðill Morgunblaðið er orðið – og þar með hugmyndir ritstjórans um fjölmiðlun. Því það er öldungis laukrétt að í alvöru blaði – sem Mogginn var á tímanum þegar hann bar sig saman við heimspressuna – myndi það aldrei tíðkast að ritstjóri væri sífellt að skrifa um sjálfan sig, eða eins og Páll orðar það:

„Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi