fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Tími niðurskurðar – í nokkru ósamræmi við kosningaloforð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. júlí 2013 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður getur ekki varist þeirri tilhugsun að hin nýja ríkisstjórn sé í vandræðum á fyrstu mánuðum sínum.

Framlagningu fjárlaga og þar með þingsetningu hefur verið frestað um þrjár vikur.

Það er búið að setja saman sérstaka nefnd til að finna hvar megi skera niður í ríkisrekstrinum, ekkert er undanþegið, segir forsætisráðherra.

Nýr heilbrigðisráðherra skrifar grein og segir að vanti 8,6 milljarða í heilbrigðiskerfið og að skera þurfi niður annars staðar til að mæta því.

Þetta er í nokkurri andstöðu við það sem sagt var fyrir kosningar, þegar var lofað betri tíð með blóm í haga, skattalækkunum sem myndu örva hagkerfið og stækkun kökunnar með framkvæmdum.

Því í kosningabaráttunni var satt að segja lítið talað um niðurskurð og reyndar er það svo að ef litið er til niðurskurðar hefur engin ríkisstjórn verið stórtækari en stjórn Jóhönnu á fyrstu árum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi