fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Á að leggja niður umhverfisráðuneytið?

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. júní 2013 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kveður nýrra við ef menn fara að komast að því að umhverfisráðuneyti sé óþarft – og gera það að deild í atvinnuvegaráðuneytunum, eins og Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins talar um.

Hann talar um að umhverfismálin megi ekki vera andstæða atvinnumálanna, en það er að vissu leyti hlutverk ráðuneytisins – að vera mótvægi við þá sem vilja af miklu ofurkappi byggja upp atvinnulíf sem gengur á náttúruna.

Umhverfisráðuneytið var stofnað í tíð síðustu ríkisstjórnarinnar sem framsóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson veitti forystu, síðan hefur maður varla heyrt talað um að það sé óþarft.

Það hefur líka verið alþjóðleg þróun að umhverfisráðuneytum vex fiskur um hrygg.

Til dæmis var það svo þegar hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy varð forseti í Frakklandi að umhverfisráðuneytið var eflt og kallaðist þá ráðuneyti umhverfis, sjálfbærrar þróunar og orku – þá var litið svo á að umhverfisráðuneytið væri jafn mikilvægt og fjármála- og utanríkisráðuneytin.

Allavega hljómar það eins og skrítin latína að gera umhverfisráðuneyti að deild í ráðuneytum sem fjalla um afmarkaða atvinnuvegi eins og landbúnað og sjávarútveg. Manni finnst nánast að þetta ætti að vera öfugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni