fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: Endurreisum Hótel Ísland

Egill Helgason
Laugardaginn 29. júní 2013 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra blandaði sér inn í umræðuna um Landsímareitinn í gær þegar hann sagðist telja að ætti að vernda ætti skemmtistaðinn sem kallast Nasa (afsakið, ég höndla ekki alveg að gamalt hús í Reykjavík beri þetta nafn, væri ekki nær að tala bara um Sjálfstæðishúsið.)

Sigmundur Davíð, sem er sérfróður um skipulag og húsavernd, hefur áður tjáð sig um þetta svæði. Það var í afar skemmtilegu og fróðlegu bloggi frá því í janúar 2012.

Þar fjallar Sigmundur einkum um Ingólfstorg. Sjálfur hef ég lýst þeirri skoðun minni að þetta torg sé til lýta í borgarmyndinni. Sigmundur vill í bloggi sínu færa það til vegs og virðingar með því að endurbyggja Hótel Ísland, hús sem brann 1944.

Því Ingólfstorg var ekki til sem torg á árum áður, þetta var endirinn á Austurstræti, með húsum út að Aðalstræti. Þarna var lengi Hallærisplanið sem var beinlínis ofan á rústinni af Hótel Íslandi.

En hér skal mælt eindregið með bloggi Sigmundar, því fylgja mjög áhugaverðar myndir, hér má sjá tvær þeirra:

Hótel-Ísland-Mynd-Sigfús-Eymundsson-myndhluti-300x217

Hótel Ísland. Húsið stóð á horni Aðalstrætis og Austurstrætis, gengt þar sem nú er Moggahúsið.

Aðalstræti-Mynd-Magnús-Ólafsson-myndhluti1

Horft inn Aðalstræti að Hótel Íslandi. Þarna má sjá fjölda húsa sem eru horfin. Þar sem var Brauns-verslun stendur nú hið hryllilega hús sem kallast Miðbæjarmarkaðurinn með brunagafli sem Sigmundur nefnir í bloggi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni