fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Að sigra í eggjastokkahappdrættinu

Egill Helgason
Laugardaginn 15. júní 2013 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Warren Buffett, auðmaðurinn mikli, sagði einhvern tíma að hann hefði sigrað í eggjastokkahappdrættinu, þ.e. hann hefði verið fæddur á mjög góðum stað á mjög góðum tíma.

Buffett var fæddur í Bandaríkjunum 1930. Það voru krepputímar, en framtíð Bandaríkjanna var björt. Þegar Buffet komst á fullorðinsár var mesta blómaskeið Bandaríkjanna.

Þrátt fyrir að við Íslendingar séum gjarnir á að vola og væla yfir hlutskipti okkar, þá er víst að við erum flest vinningshafar í eggjastokkahappdrættinu.

Við hefðum líklega fæst viljað fæðast á Indlandi, í Afríku, nú eða á Íslandi á 18. öld.

Það eitt að við skulum fæðast á Íslandi – í Vestur- Evrópu – tryggir að við tileheyrum örfáum prósentum mannkyns sem búa við mest ríkidæmi, best heilsufar, velmegun og velferð.

Við sjáum reyndar að ýmsar þjóðir eru að rísa úr fátækt – að minnsta kosti að hluta til. Það eru að verða til fjölmennar millistéttir í Kína, Indlandi og Brasilíu. Sums staðar í Afríku er jafnvel farið að örla á millistétt.

Við höfum það þó fram yfir flesta að í heimshluta okkar er stjórnarfar þar sem er lýðræði, tjáningarfrelsi, réttarríki – að ógleymdri mannúðinni. Hún er ekki síst, við erum uppi á mannúðlegri tíma en hefur áður þekkst í sögunni. Fræðimaðurinn Stephen Pinker skrifaði lærða bók um þetta sem nefnist The Better Angels of our Nature: umburðarlyndi hefur vaxið í vestrænum samfélögum, grimmd og ofbeldi hafa verið á undanhaldi.

Í heiminum má segja að séu þrjú megin þjóðfélagskerfi – það er bandaríski ofurkapítalisminn, kínverski herskálakapítalisminn og evrópski velferðarkapítalisminn eða hið blandaða hagkerfi. Síðastnefnda þjóðfélagskerfið ríkir líka að miklu leyti í Kanada, Ástralíu og að sumu leyti Japan.

Það þarf varla neinn að velkjast í vafa um hver af þessum þjóðfélagsgerðum tryggir almenningi best kjör. Alþingismaður á Íslandi getur haldið því fram að Evrópa sé félagsmálastofnun, en það er sem betur fer í miklu ósamræmi við þau viðhorf sem eru uppi í stjórnmálum á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni