fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ekki hægt að slíta ESB viðræðum án atbeina Alþingis

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. júní 2013 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein á vef Pressunnar í gær. Þar segir hann að ríkisstjórnin geti ekki slitið  viðræðum við Evrópusambandið nema með því að málið komi til kasta Alþingis.

Eins og Sveinn Andri segir samþykkti Alþingi 16. júlí 2009 að sækja um aðild að ESB.

Nýr utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, sagði fyrir nokkrum dögum:

„Það verður illa haldið áfram, eiginlega bara alls ekki, viðræðum við Evrópusambandið undir stjórn þess utanríkisráðherra sem hér stendur.”

Eins og Sveinn Andri orðar það verður þetta ekki skilið öðurvísi en að utanríkisráðherrann ætli að tilkynna Evrópusambandinu að viðræðunum verði hætt.

En þar stendur hnífurinn í kúnni, samkvæmt Sveini Andra:

„Vandinn er hins vegar sá að Alþingi samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild, hefja viðræður og bera síðan aðildarsamning undir þjóðina, allt eftir ferli og ramma sem utanríkismálanefnd lagði upp með og er álit utanríkismálanefndar hluti af ályktun þingsins. Þessi þingsályktun er enn í gildi þótt nýtt Alþingi hafi verið kosið og ný ríkisstjórn skipuð. Ríkisstjórnin getur trauðla sett viðræðurnar í ferli sem er á skjön við þann vilja Alþingis sem endurspeglast í ofangreindri þingsályktun.

Ríkisstjórnin getur lagt sínar pólitísku línur í sínum stjórnarsáttmála, en ríkisstjórnin er eftir sem áður jafn bundin af ályktun Alþingis og síðasta ríkisstjórn var. Mjög hæpið er að hægt sé að fara í hið breytta ferli sem ríkisstjórnin boðar á aðildarviðræðum getur án atbeina Alþingis og stjórnskipulega er sannarlega óheimilt að slíta viðræðunum við ESB, með þeim hætti sem nýr utanríkisráðherra boðar, til þess þarf atbeina Alþingis; nýja þingsályktun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni