fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Afskipti Jóns Ásgeirs af fréttaflutningi og ritstjórn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. júní 2013 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flótti toppblaðamanna af 365 miðlum vekur athygli. Fyrst fór Magnús Halldórsson, síðan Þórður Snær Júlíusson, nú Kolbeinn Óttarsson Proppé og Bergsteinn Sigurðsson.

Magnús Halldórsson tjáir sig nánar um ástæður þess að hann og Þórður hættu á 365 í Fésbókarfærslu í kvöld. Þarna á Magnús í nokkru ati við Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamann og svarar með þessum hætti:

„1. Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir óskuðu eftir því síðastliðið haust, þegar Þórður kollegi minn var að vinna frétt um félagið IP Studium, og þá staðreynd að félagið hefur brotið lög í nokkur ár með því að skila ekki ársreikningi, að hann yrði rekinn hið snarasta. Þessu skilaboðum var komið til Ara Edwald, sem fór samviskusamlega með skilaboðin til Ólafs Stephensen. Hann neitaði að reka hann, sagði engin rök standa til þess.

2. Jón Ásgeir innviklaði stjórn og forstjóra í allar umkvartanir vegna sannra og löglegra frétta um hann, sem Þórður skrifaði, og krafðist aðgerða. Forstjórinn Ari Edwald bar þetta áfram, samviskusamlega, til ritstjóra, ítrekað, þegar Jón Ásgeir var til umfjöllunar. Ritstjórinn var ósáttur við þessi vinnubrögð, og auðvitað blaðamaðurinn líka, enda hafði Jón Ásgeir ekki manndóm í sér til þess að kvarta með hefðbundnum hætti eins og allir aðrir, beint við ritstjórn og blaðamenn. Hann þurfti að nýta forstjórann og stjórnina alla til þess, sem mér finnst sjálfum ósmekklegt.

Stóra myndin var síðan þessi: Þarna var tvídæmdur hvítflibbaglæpamaður, á skilorði, með ferska 700 milljóna fordæmalausa umboðssvika ákæru á borðinu fyrir framan sig – og hátt í tug skaðabótamála og riftunarmála frá gjaldþrota félögum sem hann tengdist áður – að beita sér með öllum ráðum, í gegnum undirmenn sína, gegn heiðarlegum og góðum blaðamanni.

Þetta fannst mér óeðlilegt, og léleg framkoma gagnvart félaga mínum og ritstjórnarvinnu hjá fyrirtækinu almennt. Fréttirnar voru auk þess sannar og réttar, rétturinn til þess að birta þær var algjörlega óumdeildur. Þess vegna skrifaði ég þennan pistil, einn og óstuddur.

Þetta hefur ekkert með það að gera að ég hafi átt í innri baráttu við sjálfsritskoðun. Ég hef aldrei átt í henni. Skrifaði meðal annars um Baugsmálið í mörg ár á Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu, fréttir hér og þar, án þess að „innri barátta“ við sjálfsritskoðun kæmi upp. Það er rangt hjá þér. Kvartanir eru alveg eðlilegar, en það var ekki það sem um var að ræða hér.

Þú vissir ekki af þessum atriðum Jakob, frekar en eiginlega allir samstarfsmenn mínir, þegar ég skrifaði pistil um þetta. Hann beindist að þeim sem vissu hvað hafði átt sér stað, eigendum fyrirtækisins, stjórn og forstjóra. Samt náðir þú að setja Heims-, Evrópu og Ólympíumet í tuði nokkrum klukkutímum eftir að hann birtist, þar sem þú varst meðal annars að segja að ég væri þarna í PR-leiðangri fyrir Jón Ásgeir sjálfan, og raðbullaðir síðan um ástæður pistilsins, með heilabúið galtómt af vitneskju um hvað málið snérist. Líklega átti ég þá að vera í innri baráttu við sjálfsritskoðunardjöfulinn með vinstri, á meðan PR-leiðangurinn var í gangi með hægri.

Viðbrögð Ara og Jóns Ásgeirs voru forkastanleg í kjölfarið að pistillinn birtist, fannst mér. Jón Ásgeir sagði að ég væri að fara gegn samstarfsfólki mínu, heiðarlegu fólki! Kanntu annan? Ari talaði síðan um sálfræðileg innantök, sem er væntanlega sama mantran og þú ert hér að boða í talinu um „innri baráttu“. Báðir sviguðu framhjá því að ræða míkróískt um þau atriði sem um ræddi, sem þú vissir ekkert um Jakob frekar en eiginlega allir aðrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni