fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Væntanlegur stjórnarsáttmáli – og veruleikinn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. maí 2013 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn spyrja sig auðvitað hvað Sigmundur Davíð og Bjarni eru að semja um í sumarbústaðnum við Þingvallavatn.

Líklega hefur niðurstöðu stjórnarmyndunarviðræðna sjaldan verið beðið með meiri óþreyju.

Bæði er það að talsvert misræmi var milli stefnu flokka þeirra fyrir kosningar – og eins hitt að staða þjóðarbúsins virðist afar viðkvæm.

En samkvæmt Bjarna er lítið mál að koma þessu saman.

Það er þó ekki víst.

Líklegast er að út úr dæminu komi einhvers konar blanda skattalækkana og skuldaniðurfærslu, að þannig verði kosningastefnuskrár flokkanna samþættar.

En staðan í þjóðarbúskapnum er þannig að krafan er um bættan viðskiptajöfnuð – til að geta greitt skuldir í erlendum gjaldeyri sem við höfum tæplega ráð á að borga.

Þetta þýðir væntanlega að gengi krónunnar er nú of hátt – það nálgast 150 krónur á móti evrunni, þarf sennilega að vera nær 200. Þetta þýðir áframhaldandi gjaldeyrishöft og þetta þýðir að varla má gera neitt sem veldur því að viðskiptajöfnuðurinn versnar eða að einhver hluti þjóðarinnar auki neyslu sína.

Það er semsagt úr vöndu að ráða – loforð um skattalækkanir og skuldaniðurfellingar ganga nefnilega í þveröfuga átt, það er hætt við að þau örvi neysluna.

Vandinn er orðaður svona af Má Guðmundssyni í nýrri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika:

„Í sem stystu máli felst vandinn í því að miðað við óbreytt gengi nægir fyrirsjáanlegur undirliggjandi viðskiptaafgangur næstu ára ekki til að fjármagna samningsbundnar afborganir erlendra lána. Því mun íslenska þjóðarbúið ekki skapa nægan gjaldeyri að óbreyttu gengi krónunnar til að losa út krónueignir búa gömlu bankanna til erlendra kröfuhafa og það jafnvel þótt þær yrðu verðlagðar mjög lágt í erlendum gjaldmiðlum.“

Gjaldeyrissköpunin er semsagt ekki næg, ekki einu sinni þótt næðust afar hagstæðir samningar við erlenda kröfuhafa.

Þetta þrengir náttúrlega stöðu nýrrar ríkisstjórnar verulega, hætta er á að skuldir verði aðalviðfangsefni hennar þrátt fyrir önnur fyrirheit í kosningastefnuskránum.

Til langframa þarf svo vitaskuld að örva hagkerfið hérna þannig að það standi undir þessu fargi. Það þarf meiri framleiðni, meiri útflutning. Það er nánast öruggt að stjórnarflokkarnir munu horfa til stóriðju í því sambandi. En efnahagsástandið er víðar slæmt en á Íslandi, svo það er spurning hversu auðvelt verður að laða hingað erlend stórfyrirtæki – og þá á hvaða kjörum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“