fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Landbúnaðurinn, það er ekkert að óttast

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. maí 2013 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef frekar verið þeirrar skoðunar að óttinn við breytingar í landbúnaðarkerfinu sé ástæðulaus, að hann sé grýla.

Það verða áfram styrkir í landbúnaðinum, en sér hvert mannsbarn hversu óráðlegt það er að hafa styrkina framleiðslutengda, það er að binda þá við  ákveðnar tegundir framleiðslu í stað þess að tengja þá landnýtingu. Þetta býr til kerfi sem er afar óhagkvæmt og staðnað – enda hefur þróunin í heiminum verið sú að menn hverfa frá framleiðslustyrkjum.

Menn tala um mikið flóð landbúnaðarvara sem muni koma inn í landið. Það er held ég ekki rétt. Landbúnaðurinn mun áfram njóta ákveðinnar fjarlægðarverndar. Ferskar mjólkurvörur er til dæmis erfitt að flytja milli landa. Sauðfjárbændur eiga áfram að geta notið þess hversu elsk íslenska þjóðinn er að suðkindinni og lambakjötinu, en það þarf að þróa framleiðsluna þannig að meirihluta búpeningsins sé ekki ekið í örfa sláturhús, sem eru eins og risaverksmiðjur, og allt svo vakúmpakkað.

Þetta er gæðavara og það þarf að selja hana sem slíka.

Við höfum dæmi um grænmetisframleiðslunni. Þar ríkir frelsi til innflutnings. Afleiðingin er sú að íslenskt grænmeti hefur stórbatnað. Framleiðslan er líka miklu fjölbreyttari. Það eru í boði margar tegundir af tómötum í staðinn fyrir þennan eina íslenska tómat sem var á boðstólum í gegnum árin. Garðyrkjubændur eru farnir að framleiða jarðarber og hindber sem mikil eftirspurn er eftir. Íslenska varan er yfirleitt betri en sú sem kemur frá útlöndum.

Við erum líka komin stutt á veg í framleiðslu lífrænnar vöru. Sá markaður fer sístækkandi erlendis, maður sér stórverslanir sem leggja áherslu á lífrænt. Hér hafa sprottið upp nokkrar slíkar búðir og þær eru mjög vinsælar. En það er eins og þetta sé olnbogabarn í landbúnaðarkerfinu – þar hefur kröftum verð eytt í afar máttlaust verkefni sem nefnist Beint frá býli. Þetta er vissulega ákveðin viðleitni, en það þarf að gera miklu meira til að færa bændurna nær neytendunum.

Allt má þetta gera á sanngjarnan hátt. Flestir Íslendingar vilja að landbúnaðurinn sé blómlegur. En hann er reyrður í viðja hafta og vanahugsunar og svo eru stórir hagsmunaðilar sem engu vilja breyta. Miklar breytingar hafa líka orðið. Stór hluti bænda er í öðrum störfum meðfram landbúnaðnum, ferðaþjónusta verður æ fyrirferðarmeiri í sveitunum og svo hefur það gerst í nokkuð stórum stíl að menn sem ekki eru bændur hafi keypt jarðir.

En aðalmálið er að ef breytingar eru gerðar á landbúnaðarkerfinu æsingalaust og af skynsemi, þá er ekkert að óttast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin