fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Vef-Þjóðviljinn: Að skipta haglaranum út fyrir vélbyssu

Egill Helgason
Föstudaginn 17. maí 2013 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vef-Þjóðviljinn er rekinn af gallhörðum sjálfstæðismönnum. Þegar geta verið gagnrýnir á flokkinn ef hann hallast of langt til vinstri eða í átt að ESB, en þegar á reynir styður þessi fjölmiðill flokkinn mjög einarðlega.

Við bíðum eftir nýrri ríkisstjórn, hún kemur líklega ekki fyrr en eftir helgi, en Vef-Þjóðviljinn gefur þeim sem eru að semja um myndun hennar ágætis vegarnesti inn í næstu daga.

Svo hljómar orðrétt stuttur pistill á Vebbanum eins og hann er stundum kallaður:

„Steingrímur og Jóhanna fegruðu heldur stöðu ríkissjóðs fyrir kosningar. 

 Það átti nú enginn von á öðru. 

Allir sem fylgjast sæmilega með máttu gera sér grein fyrir þessu. Ekki síst þeir sem eru á launum sem kjörnir fulltrúar og eiga fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis. Það þurfti ekkert doktorspróf til að sjá þetta.

 Og ef eitthvað vantar upp á stöðu ríkissjóðs er nokkuð annað að gera en að skipta kylfunni út fyrir gaddakylfu og haglaranum fyrir vélbyssu og sækja nokkur hundruð milljarða í viðbót?

Ríkissjóður varð fyrir forsendubresti og er skuldum vafinn eftir bankahrunið. Er ekki talið rökrétt framhald að tannlæknir í Dortmund, sem á örlítið eftir af upphaflegri skuldabréfakröfu sinni á gömlu bankana, taki að sér að bæta þetta tjón? Ef hann vill það ekki má semja við hann með því að  banka létt í hausinn á honum með kylfunni á meðan hann virðir byssuhlaupið fyrir sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin