Samtök atvinnulífsins telja afskaplega óhentugt að hafa frídaga sem slíta í sundur vinnuvikuna. Þau vilja ræða þetta við verkalýðshreyfinguna.
Það er samt vandséð að af þessu hjótist sérstaklega mikið tap í sæmilega reknum fyrirtækjum.
Skoðum hvaða dagar þetta eru.
Varla 17. júní eða 1. maí. Þessir daga getur borið upp á hvaða dag vikunnar sem er, jú og stundum slíta þeir vinnuvikuna.
En varla dettur neinum í hug að færa 17. júní eða 1. maí. Það er varla hægt.
Þá eru eftir sumardagurinn fyrsti. Hann er samkvæmt hefð á fimmtudegi á bilinu frá 19.-25. apríl – hann er fyrsti dagur gamla mánaðarins sem ber það fallega nafn Harpa.
Sumardaginn fyrsta mætti kannski hafa á föstudegi, en svo væri líka hægt að hætta að hafa frí þennan dag.
En það versnar í því þegar uppstigningardagur kemur. Hann er fjörutíu dögum eftir páska og því verður trauðla breytt. Og hann er líka tíu dögum fyrir hvítasunnu. Ef uppstigningardagur á að vera á föstudegi þarf að ræða við kirkjuna um það, ekki verkalýðshreyfinguna.
Aðrir frídagar slíta ekki í sundur vinnuvikuna með þessum hætti, þ.e. þeir eru ekki stakir. Þannig að ekki er um að ræða nema fjóra daga á ári.
Og flestir eru þessir dagar býsna fastir á sínum stað.