Hér er merkileg vefsíða sem nefnist Globalrichlist.
Maður getur slegið inn árslaunum sínum – og sér hvar maður stendur gagnvart öðru fólki í heiminum.
Niðurstöðurnar koma kannski dálítið á óvart – ég ábyrgist ekki að sé fullkomlega að marka þær.
En ef maður flettir neðar á síðunni fær maður hugmynd hvar maður stendur gagnvart íbúum fátækari ríkja hvað varðar kaupmátt.
Allt í lagi að tékka á þessu.