fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Saga ASÍ, Gilitrutt, Frjálsar hendur og Búsáhaldabyltingin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. apríl 2013 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efni Kiljunnar í kvöld er mjög fjölbreytt.

Við fræðumst um nýútkomna sögu Alþýðusambands Íslands eftir Sumarliða R. Ísleifsson. Þetta er mikið verk, í tveimur bindum, ríkulega myndskreytt. Við einblínum á fyrsta bindið þar sem segir frá kjörum alþýðu á fyrri hluta síðustu aldar.

Bernd Ogrodnik og Kristín María Ingimarsdóttir segja frá afar fallegri barnabók sem er nýútkomin og byggir á brúðusýningu Bernds – þar er lagt út af þjóðsögunni frægu um Gilitrutt.

Við fjöllum um skáldsöguna Frjálsar hendur eftir Helga Ingólfsson. Þetta er gamansaga, háðsádeila, á líf í framhaldsskóla í nútímanum. Helgi er sjálfur menntaskólakennari auk þess að vera afkastamikill rithöfundur.

Við hittum ljóðskáldið Höllu Gunnarsdóttur á Arnarhóli og heyrum hverjar eru uppáhaldsbækur Sigurðar Arnarsonar, prests í Kópavogskirkju.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Búsáhaldabyltinguna eftir Stefán Gunnar Sveinsson og ljóðabókina Bjarg eftir Sigurlín Bjarney Gísladóttur.

Og Bragi er á sínum stað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin