fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Nokkrar stiklur á ferli ríkisstjórnar sem er á útleið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. mars 2013 03:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er búið að slíta Alþingi, ekki nema mánuður fram að kosningum, ríkisstjórnin situr þangað til, en hún getur ekki beitt sér fyrir frekari lagasetningu. Ég ætla að leyfa mér að skrifa um hana í fortíð – og nei, þetta er ekki tæmandi úttekt.

Þessi ríkisstjórn setti sér stór markmið í upphafi. Þau voru líklega of stór. Hún gat ekki staðið nema við sumt af því sem var sett í stjórnarsáttmála, stóru málin hafa mörg dagað uppi. Mikið af tíma hennar fór náttúrlega í annað, og þá helst Icesave. Það veikti hana, dró úr henni pólitískan kraft, þannig að í raun var allt starf hennar erfiðara á eftir, sjálfstraustið vantaði, stuðningsmenn tvístruðust, fylgið hvarf – og þeim mun tregara var að koma stórum málum í gegn.

Ríkisstjórninni tókst ekki:

Að koma í gegn nýrri stjórnarskrá. Það er reyndar nokkuð langt síðan var útséð með það – en tilraunir til að reyna að ná einhverri lendingu í stjórnarskrármálinu hafa stórskaðað Samfylkinguna. Þetta sem átti að vera sigurstund fyrir hana, virkar nánast eins og banabiti.

Að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu nema að litlu leyti. Heildarlög um stjórn fiskveiða náðu ekki fram að ganga, einungis hækkun á veiðileyfagjaldi, sem sjálfsagt lækkar aftur í tíð nýrrar ríkisstjórnar. LÍÚ reyndist sterkari en ríkisstjórnin.

Að koma Íslandi í Evrópusambandið. Eins og staðan er núna er líklegast að viðræðum við ESB verði slitið eftir kosningar.

Að endurskipuleggja fjármálakerfið í anda vinstri, félagshyggulegra, sjónarmiða.

Ríkisstjórninni tókst – að nokkru leyti:

Að standa vörð um velferðarkerfið. Það var ekki sjálfgefið á tíma bankakreppu, skuldakreppu og gjaldeyriskreppu.

Að ná tökum á efnahagsmálunum þannig að Ísland varð aftur nokkurn veginn gjaldgengt meðal þjóðanna – og fær hrós fyrir á alþjóðavettvangi.

Að halda niðri atvinnuleysi.

Að standa vörð um náttúruna –  í anda stefnu Vinstri grænna.  Sumir myndu reyndar telja þetta stöðnunarstefnu, aðrir gætu sagt að VG hafi söðlað um á síðustu metrunum með kísilmálmverksmiðju á Bakka og virkjun í Bjarnarflagi.

Svo eru það skuldamálin sem sífellt er deilt um. Það var ábyggilega óheppilegt orðalag að tala um skjaldborg um heimilin. Þetta er frasi sem hefur orðið býsna dýrkeyptur, það er auðvelt að snúa út úr honum og efast um efndirnar.

Það er náttúrlega ekki svo að ekkert hafi verið gert. Gríðarlegar fjárhæðir hafa verið greiddar út í vaxtabætur, ákveðinn kúfur var tekinn af með svokallaðri 110 prósenta leið. Það var svo ekki ríkisstjórninni að þakka, en gengistryggð lán sem höfðu tíðkast í tíð fyrri stjórna voru dæmd ólögleg.

Verðtrygging er enn við lýði, en nú eru 60 prósent nýrra lána óverðtryggð. Það þýðir að verðtryggingin er að afnema sjálfa sig – hvernig sem það á eftir að reynast.

Kosningarnar nú virðast að miklu leyti snúast um að gera meira fyrir skuldara – það á alveg eftir að koma í ljós hvernig það gengur eftir og hvort ný ríkisstjórn hefur betri úrræði en sú sem er á förum. Frammistaða hennar verður að sumu leyti dæmd af því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?