fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Nokkrar vörður í sérstæðu sakamáli

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. mars 2013 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmislegt sérstætt hefur verið sagt um Geirfinns- og Guðmundarmál.

Frægt var þegar Ragnar Hall, sem var sérstakur saksóknari vegna mögulegrar endurupptöku málsins, sagði eftir að Hæstiréttur hafnaði beiðninni að „þetta hefðu ekki verið neinir kórdrengir sem hefðu verið sóttir í fermingarveislu“.

Meiningin var semsagt að sakborningarnir hefðu verið undirmálsfólk – eða kannski illþýði.

Svo var það Ólafur Jóhannesson sem var dómsmálaráðherra á árunum þegar málið var til rannsóknar. Hann hafði reyndar sjálfur orðið fyrir ómaklegum ásökunum vegna málsins og var máski viðkvæmur fyrir. En það er ljóst að dómsmálaráðherra á ekki að tala eins og hann gerði, þegar hann sagði daginn eftir að þýski lögreglumaðurinn Karl Schültz skýrði frá niðurstöðum lögreglurannsóknarinnar. Þetta var í febrúar 1977.

Málið var ekki komið til dómstóls, en Ólafur sagði að „martröð væri létt af þjóðinni“.

Á sama tíma birtist leiðari í Morgunblaðinu, sem þá var einstaklega áhrifamikill fjölmiðill. Þar sagði, í tilefni af endalokum lögreglurannsóknarinnar:

„…meginmáli skiptir nú að þetta mál, Geirfinnsmáið, sem hvílt hefur eins og mara á þjóðinni, er upplýst“.

Enn átti eftir að rétta í málinu og dæma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?