fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Samfylkingin, stjórnarskráin og sjálfstortímingin

Egill Helgason
Sunnudaginn 17. mars 2013 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin kaus sem formann eina lögfræðinginn í þingliði sínu – og þann þingmann sem hafði hvað minnstan áhuga á stjórnarskrármálinu. Árni Páll hafði margsinnis áður en hann var formaður goldið varhug við að flýta stjórnarskrármálinu of mikið og í miklu ósamlyndi.

Hann situr svo uppi með málið eftir að hann er orðinn formaður. Það er kaldhæðni örlaganna.  Hefur ekki neina brennandi sannfæringu í því og er ekki í þeim hópi sem telur að hægt sé að þrýsta málinu í gegnum þingið. Hann reynir að semja.

Það springur í andlitið á honum – í Samfylkingunni og nálægt flokknum er fólk sem þolir enga eftirgjöf varðandi stjórnarskrána.

Flokkurinn er með innan við helming fylgisins í síðustu kosningum samkvæmt skoðanakönnunum. Fylgið fer svosem ekki langt eða mestanpart yfir til Bjartrar framtíðar þar sem ráða ríkjum tveir fyrrverandi Samfylkingarliðar. Fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar kemur úr sama menginu.

Björt framtíð er hins vegar hikandi í stjórnarskrármálinu – þannig verður ekki séð að það sé að hafa sérstök áhrif á fylgið. Það er ekki beinlínis að sópast til þeirra tveggja framboða sem leggja mesta áherslu á stjórnarskrána, Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar.

Málið er hins vegar að fara mjög illa með Samfylkinguna – því er líkast að flokkurinn sé kominn í sjálfstortímingarleiðangur kortéri fyrir kosningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“