fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Trjágróðurinn í Reykjavík – og amma mín

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. mars 2013 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi frábæra ljósmynd er tekin í árdaga Hljómskálagarðsins. Við sjáum að trjágróðurinn er býsna fátæklegur.

Þegar amma mín Herborg, sem var norsk, kom fyrst til Íslands 1927 sló það hana fyrst að hér voru hérumbil engin tré. Mamma segir að hún hafi stundum labbað upp á Grettisgötu til að skoða myndarlegt tré sem þar var, hún hefur kannski ekki faðmað tréð, en ég sé fyrir mér að hún hafi lagt höndina á stofn þess. Amma var mikil ræktunarkona.

Gróðurbyltingin í Reykjavík er afar merkileg. Menn trúðu því að hér væri ekki hægt að rækta tré, en það reyndist vera meinloka – eins og margt annað í hugarfari Íslendinga.

Trén hafa bætt veðrið í Reykjavík, loftið sem við öndum að okkur, lífsgæðin.

Við sjáum á myndinni að styttan af Thorvaldsen er komin í Hljómskálagarðinn, hún var flutt þangað af Austurvelli. Hljómskálinn hefur verið reistur, hann var byggður 1923.

Myndin er af vefnum 101Reykjavik.

531005_504636602887696_471203301_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið