fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Mistök að setja bankana í hendur kröfuhafa?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. október 2013 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Þýskalandi settu þeir á stofn batterí sem kallaðist Treuhand eftir fall Berlínarmúrsins. Inn í þessa stofnun eða sjóð voru lögð fyrirtæki sem höfðu verið í ríkiseigu Austur-Þýskalandi. 8500 fyrirtæki með 4 milljón starfsmenn. Treuhand starfaði til 1994 og var ekki að öllu leyti vinsælt. En verkefnið var líka hrikalega erfitt.

Hér á Íslandi stóðum við frammi fyrir svipaðri spurningu – hvað átti að gera við fallna banka og fyrirtæki? Við fórum þá leið, sjálfsagt að ráði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, að endurreisa bankana og endurskipuleggja viðskiptalífið í gegnum þá. Margt er afar umdeilanlegt við þessa leið – eitt af því sem hefur farið fyrir brjóstið á almenningi eru gríðarlegar afskriftir sem til bisnesmanna sem höfðu komið sér og fyrirtækjum sínum í skelfilegar skuldir.

Hagfræðingurinn Ásgeir Jónsson sagði í erindi sem hann flutti að það hafi verið mistök að láta hlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka og Arion í hendur erlendra kröfuhafa. Mér var hugsað til Treuhand leiðarinnar við lestur fréttarinnar, hún var oft til umræðu í Silfri Egils eftir hrun.

Ég man reyndar ekki betur en að kreppusérfræðingurinn Mats Josefsson sem kom hér eftir hrun hafi lagt til að þessi leið yrði farin – þ.e. að stofnað yrði sérstakt eignaumsýslufélag ríkisins. Einhverjum kann kannski að finnast það argasti sósíalismi, en ef slíku félagi hefðu verið settar strangar reglur um gegnsæi og sanngirni, er ekki víst að það hefði verið verra en sú leið sem farin var, nota bene á tíma vinstri stjórnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar