fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Leikurinn – og virðingarleysi Norðurlandaþjóða

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. október 2013 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn gerast nú ansi breiðir fyrir fótboltaleikinn við Norðmenn seinna í dag. Það er náttúrlega alveg óvíst hvort Íslandi takist að vinna, drengilegast væri kannski að Norðmenn spiluðu á hálfum hraða og leyfðu okkur að komast áfram í umspil um sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu á næsta ári.

Því Norðmenn eru dottnir út – við eigum séns.

Svisslendingar gætu líka hjálpað Íslandi með því að vinna Slóveníu, það myndi nægja, við erum ofar en síðarnefnda liðið að stigum.

Þá gæti Ísland komist í leik um sæti á HM gegn til dæmis Frakklandi, Svíþjóð eða Grikklandi. Það eru möguleikarnir varla miklir, en gaman væri að ná svo langt.

En eins og fyrr segir gerast menn nokkuð breiðir, breska dagblaðið The Independent hefur eftir blaðamanni á Morgunblaðinu:

“They all look down on us so much, we are not even their little brother, we are their little cousin,” explained Tomas Thordarson of Icelandic newspaper Morgunbladid. “They have more or less no respect for us, and we absolutely love beating them.”

Sweden are guaranteed a play-off place but Norway are out and Denmark are fighting to come second in Group B. “If we can leave Denmark behind, and beat Norway in Oslo, it would add a cherry on a cake that is already very, very sweet,” Thordarson added.“

Nú er við þetta að athuga að það kemur ekki oft fyrir að Ísland sigri hinar Norðurlandaþjóðirnar í íþróttum – það er þá helst í handbolta. En þegar þær keppa á stórmótum halda Íslendingar gjarnan með Norðurlandaþjóðum, dönsk landslið hafa verið áberandi vinsæl hér.

Hvað varðar virðingarleysi Norðurlandanna gagnvart Íslandi, þá er það kannski eitthvað sem menn upplifa sterkt á Mogganum. Þar hefur ríkt nokkurs konar umsátursástand í mörg ár, enda ríkir þar mikill beygur gagnvart óvinveittum útlendingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“