fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

David Byrne: Spotify gerir tónlistarmenn gjaldþrota og grefur undan tónlistarsköpun

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. október 2013 00:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar merkilega grein þar sem hann varar við að niðurhal tónlistar af internetinu geti komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Notendur tónlistar geta fengið sitt ódýrt og tekjur renna til netfyrirtækja en það eru þeir sem skapa sem bíða skarðan hlut.

Byrne segir að efnisveitur eins og Spotify og Pandora borgi smáaura fyrir að deila tónlist. Hann vitnar í grein sem nefnist „Lagið mitt var spilað milljón sinnum á Pandora og ég fékk 16,89, minna en ég fæ fyrir að selja skyrtubol.“

Hann nefnir einnig lag Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Það var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify, Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um 13 þúsund dollara hvor fyrir vikið. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu.

Annað sem er áhyggjusamlegt er einokunarstaðan. Amazon hefur algjört einræði á netbókamarkaði – það verður varla rúm nema fyrir eitt Spotify. Byrne segir að ef tónlistarmenn þurfi að reiða sig á tekjur af slíkri dreifingu, verði þeir upp til hópa gjaldþrota innan árs.

Það er sagt að spilanir á Spotify safnist upp eins og sandkorn, samkvæmt Byrne skilar það heldur litlu. Annað sem er talið þessum vef til tekna er að í gegnum hann uppgötvi menn nýja tónlist. En til þess eru auðvitað margar aðrar leiðir; hljómplötuverslanir sem nú heyra nánast sögunni til voru ágætur vettvangur þess.

David_Byrne_2006

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“