fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Andri Geir: Hvers vegna versnandi viðskiptakjör?

Egill Helgason
Föstudaginn 11. október 2013 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Geir Arinbjarnarson skrifar um viðskiptakjör Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, hann segir að þau hafi snarversnað:

„Þetta sést einna best ef gögn frá Bloomberg, um íslenskt ríkisskuldabréf í dollurum sem er á gjalddaga 2022, eru skoðuð.

Í maí 2013 var ávöxtunarkrafa á þetta bréf 3.81% en var komin upp í 5.71% í september.  Miðað við bandarísk skudabréf af sömu lengd hefur vaxtamunurinn hækkað úr 210 punktum upp í 313 punkta á sama tíma.  Þetta er mikil hækkun á svo stuttum tíma.

Hækkun á ávöxtunarkröfu fram yfir bandarísk skuldabréf er sérstakt áhyggjuefni enda skýrist sú hækkun af aukinni áhættu og óvissu í íslensku efnahagskerfi að mati erlendra fjárfesta.

Svona mikil hækkun segir okkur að erlendir fjárfestar eru farnir að verðleggja langtíma íslensk ríkisskuldabréf í BB- flokk sem er tveimur flokkum neðar en S&P lánshæfismat frá fyrr á árinu.  Þar með hafa líkurnar á að matsfyrirtækin lækki Ísland niður í ruslaflokk hækkað, sem er í samræmi við negatívar horfur hjá S&P.“

Andri veltir fyrir sér hverjar séu skýringarnar á þessu:

„Hvað er það sem hefur breyst í íslensku efnahagslífi á þessum stutta tíma sem getur skýrt þessi versnandi kjör?  Varla heildarskuldastaða landsins, hún hefur verið þekkt um langan tíma.  Ekki hefur orðið aflabrestur eða hrun í öðrum útflutningsgreinum Íslands, þvert á móti er mikill vöxtur í ferðamennsku.

Nei það sem skýrir þetta er að á þessu tímabili tók við ný ríkisstjórn sem hefur stóraukið alla óvissu í íslensku efnahagslífi með því að lofa skuldaniðurfellingu sem erlendir fjárfestar eiga að borga og að stöðva ESB umsókn.  Þetta tvennt hefur gjörbreytt áhættumati erlendra fjárfesta.

Að svona hrun á viðskiptakjörum skuli hafa skeð á vakt Sjálfstæðisflokksins er sérstakt umhugsunarefni.  Land sem ekki veitir fjárfestum nauðsynlegt pólitískt bakland byggir ekki á kapítalísku hagkerfi til lengdar.  Að treysta á ríkisforsjá undir pilsfaldi krónunnar er ekki trúverðug framtíðarsýn.

Ef þessi viðskiptakjör batna ekki, er ljóst að Seðlabankinn getur varla endurfjármagnað þá 100 ma kr. sem þarf til að greiða upp AGS lán á árunum 2015 og 2016, þannig að gjaldeyrisvarasjóðurinn mun skreppa saman um þá upphæð.  Allt gerir þetta afnám hafta á næstu árum ólíklegri.

Að sama skapi hafa líkurnar aukist á að innflutningshöft verði aftur sett á til að skammta dýrmætan gjaldeyri, sem sjaldan hefur verið verðmætari en einmitt nú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“