fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Eyjan

Gistináttaskattur sjúklinga – sem verður tæplega að veruleika

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. október 2013 22:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook les maður að gárungar skrifa að ríkisstjórnin hafi heykst á að leggja gistináttaskatt á ferðamenn en lagt hann í staðinn á sjúklinga.

Ýmsir eru að æsa sig nokkuð yfir þessum svokölluðu legugjöldum, en því skal spáð að þau hverfi fljótt úr fjárlagafrumvarpinu. Það eru ekki nógu miklir fjármunir í húfi til að stjórnin hætti á að missa álit vegna gjaldtöku sem virkar svona illa.

Kannski er þetta það sem heitir væntingastjórnun  – að setja eitthvað fram sem lítur nógu ansi illa út og draga það svo til baka. Þá taka menn ekki eftir hinu sem er ekki alveg eins vont.

Í frumvarpinu er haldið áfram á braut jafns og þétts niðurskurðar, það er klipið hér og þar en ýmsar heilagar kýr fá þó að vera í friði. Helst vakna spurningar um hvernig eigi að standa við fyrirheit um hagvöxt á slíkum niðurskurðartíma – það er ekki mikinn stimulus að finna í frumvarpinu – þegar einnig liggur fyrir að ekki verður hægt að keyra upp hagvöxtinn með stóriðjuframkvæmdum eða neinum hvalreka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð