fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Kveður við nýjan tón um erlenda fjárfestingu

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. september 2013 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend fjárfesting hefur löngum verið lítil á Íslandi – stærstu fjárfestingarnar eru þjú álver sem hafa verið byggð, tvö vestanlands, eitt fyrir austan.

Íslendingar hafa sjálfir reist stórar virkjanir til að knýja þessar álbræðslur – sem hafa verið í meira lagi umdeildar.

Það hefur komið fram, meðal annars í Kastljósi á síðasta vetri, að álfyrirtæki sem hér starfa nota bókhaldsbrellur til að komast hjá því að greiða gjöld á Íslandi. Þetta er alvanalegt í alþjóðaviðskiptum, en ekki minna ósiðlegt fyrir því. Máski enn ósiðlegra vegna þeirra miklu fjárfestinga sem Íslendingar hafa lagt í vegna álvera.

Aðalbrellan felst í að búa til alls konar skuldir við félag erlendis – þá er hægt að fara burt með hagnað án þess að greiða af honum skatt.

Það er kannski þetta sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á við þegar hann talar um að erlend fjárfesting sé lík skuldsetningu.

Þarna kveður reyndar við nýjan tón, það hefur verið eins og mantra að Íslendingar þurfi meiri erlenda fjárfestingu.

Og reyndar er víst að það eru ýmis fyrirtæki sem þeir munu seint geta komið á laggirnar af eigin rammleik – eins og til dæmis álver, stór gagnaver eða stór fimm stjörnu hótel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“