fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Kveður við nýjan tón um erlenda fjárfestingu

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. september 2013 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend fjárfesting hefur löngum verið lítil á Íslandi – stærstu fjárfestingarnar eru þjú álver sem hafa verið byggð, tvö vestanlands, eitt fyrir austan.

Íslendingar hafa sjálfir reist stórar virkjanir til að knýja þessar álbræðslur – sem hafa verið í meira lagi umdeildar.

Það hefur komið fram, meðal annars í Kastljósi á síðasta vetri, að álfyrirtæki sem hér starfa nota bókhaldsbrellur til að komast hjá því að greiða gjöld á Íslandi. Þetta er alvanalegt í alþjóðaviðskiptum, en ekki minna ósiðlegt fyrir því. Máski enn ósiðlegra vegna þeirra miklu fjárfestinga sem Íslendingar hafa lagt í vegna álvera.

Aðalbrellan felst í að búa til alls konar skuldir við félag erlendis – þá er hægt að fara burt með hagnað án þess að greiða af honum skatt.

Það er kannski þetta sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á við þegar hann talar um að erlend fjárfesting sé lík skuldsetningu.

Þarna kveður reyndar við nýjan tón, það hefur verið eins og mantra að Íslendingar þurfi meiri erlenda fjárfestingu.

Og reyndar er víst að það eru ýmis fyrirtæki sem þeir munu seint geta komið á laggirnar af eigin rammleik – eins og til dæmis álver, stór gagnaver eða stór fimm stjörnu hótel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann