fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Myndir Sigfúsar, ljóð Tranströmers, uppáhaldsbækur Guðna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. september 2013 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld fjöllum við um glæsilega bók með ljósmyndum eftir Sigfús Eymundsson. Sigfús var að mörgu leyti ótrúlegur maður, hann er frumkvöðull í ljósmyndun á Íslandi, hann lét fjölfalda myndir og seldi um allt land, hann stofnaði bókaverslun og hann var umboðsmaður Ameríkuferða.

Heillandi maður.

Við segjum frá stórvirki sem er heildarútgáfa á ljóðum Nóbelshöfundarins Tomas Tranströmer í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Tranströmer er magnað skáld sem hefur verið þýddur á ótal tungumál.

Við fjöllum um útgáfu Hins íslenska fornritafélags á fornritunum, en nú er út komin Hákonar saga í tveimur bindum. Bókaflokkurinn teygir sig aftur til 1933 en þá kom út Egils saga í útgáfu Sigurðar Nordal. Og því fer fjarri að sjái fyrir endann á útgáfunni. Það er merkilegt fyrir Íslendinga samtímans að vita að ráðist var í útgáfu fornritanna af miklum stórhug á tíma heimskreppunnar.

Við fáum að heyra hverjar eru uppáhaldsbækur Guðna Ágústssonar.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla svo um þrjár bækur: Skessukatla eftir Þorstein frá Hamri, Söng Akkillesar eftir Madeline Miller og Mennina með bleika þríhyrninginn, en sú bók segir frá hörmulegum örlögum samkynhneigðra í útrýmingarbúðum nasista.

Utför Jóns og Ingibjargar 4. maí 1880. Bryggjuhúsið aftast, Aðalstræti 10 t.v. Ljósm. Sigfús Eymundsson. LÍÞ-1

Útför Jóns Sigurðssonar og Ingbjargar Einarsdóttur í maí 1880. Ljósmyndin er eftir Sigfús Eymundsson. Við sjáum hersinguna ganga eftir Aðalstræti, aftast er Bryggjuhúsið þar sem nú er Café Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna