fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Notaleg bókmenntahátíð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. september 2013 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur verið sagt að höfundum þyki gaman að koma á hana vegna þess að hún er frekar smá í sniðum, það er mikil nálægð milli höfunda og lesenda, hjarðir af fjölmiðlamönnum eru ekki að þvælast fyrir, það er ekki mikið snobb í gangi, bukt eða beygingar – hátíðin er semsagt frekar intím. Notaleg.

Bókmenntahátíð stendur þessa dagana yfir í Norræna húsinu og Hörpu og það er rétta að benda á að hver sem er getur farið, viðburðir hátíðarinnar eru opnir almenningi og að kostnaðarlausu.

Þarna eru meðal gesta margir ágætir innlendir höfundar.

Við getum nefnt Hollendinginn Hermann Koch sem í bókinni Kvöldverðurinn lét lesendum líka dáindis vel við mann sem reynist síðan vera illmenni. Það þarf nokkra getu í ritlistinni til að ná því.

Hvít-Rússinn Svetlana Alexievits er óþreytandi við að afhjúpa. Hún tekur viðtöl við fólk á svæðum þar sem hafa dunið yfir hörmungar og raðar sögubrotunum saman – frægust er bók hennar Raddir frá Tsjernóbýl.

Kiran Desai skrifaði Bookerverðlaunasöguna The Inheritence of Loss. Þetta er stór skáldsaga, gerist á þremur meginlöndum og á mismunandi tímaskeiðum, fjallar um fólk á Indlandi sem finnur sér ekki stað í veröldinni, ekki heima hjá sér, ekki í Bretlandi, ekki í Bandaríkjunum. Þetta er einhver besta bók sem hefur verið skrifuð um hlutskipti innflytjenda.

Rachel Joyce er metsölurithöfundur í Bretlandi – og líka á Íslandi. Bók hennar Hin ótrúlega pílagrímssaga Harolds Fry hefur notið mikilla vinsælda og nú er hún komin með aðra bók, líka á íslensku, Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann.

Kjell Espmark skrifaði frábæra ljóðabók sem var þýdd í heild sinni á íslensku og nefnist Vetrarbraut. Við hældum henni á hvert reipi í Kiljunni um árið. Espmark hefur að auki ráðið miklu um hver fær Nóbelsverðlaun með veru sinni í Sænsku akademíunni.

Nuka K. Gotfredsen er höfundur frábærra teiknimyndasagna þar sem er sagt frá upphafi byggðar á Grænlandi, Georgi Gospodinov er höfundur fyrstu búlgörsku bókarinnar sem kemur út á íslensku, hún er alveg meinfyndin og Madeleine Miller er menntuð í fornfræðum og skrifar um ástir fornkappanna Akkillesar og Patóklusar.

Svona má lengi telja. Dagskrá hátíðarinnar má finna hérna.

Large_Bokmenntahatid_logo-EN-1-300x258

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?