fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Fjörutíu ár frá valdaráninu í Chile

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. september 2013 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chilebúar eiga sinn 11. september, minningin um hann er ekki síður skelfileg en um 11. september í Bandaríkjunum.

Það var fyrir fjörutíu árum að herforingjarnir í Chile tóku völdin undir forystu Augustos Pinochet. Réttkjörinn forseti landsins, Salvador Alliende, beið bana í valdaráninu. Á bak við stóð Bandaríkjastjórn. Einn af skúrkunum sem þar var að verki er enn á lífi, Henry Kissinger. Um hann skrifaði Christopher Hitchens fræga bók þar sem hann sýndi fram á að Kissinger væri samsekur um stríðsglæpi.

Eftir þetta rann mikið morð- og grimmdaræði á herforingjana. Fólk var lokað inni í fangelsum og á íþróttaleikvöngum, svelt, pyntað og myrt. Margir Chilebúar flúðu land – þetta var einn þeirra atburða sem hreyfði mest við almenningsálitinu þessum tíma. Örlagaatburður.

Einn þeirra sem var myrtur af herforingjaklíkunni var söngvarinn og leikhúsmaðurinn Victor Jara. Hendurnar sem hann notaði til að leika á gítar voru mölbrotnar en síðan var hann skotinn – með 44 byssukúlum.

Fólið Pinochet þurfti hins vegar aldrei að gjalda fyrir glæpi sína.

Victor Jara söng og samdi mörg falleg lög og sótti mjög í ríka ljóðahefð lands síns – Chile á tvo Nóbelsverðlaunahafa, bæði ljóðskáld, Gabrielu Mistral og Pablo Neruda. Hann varð píslarvottur og nafn hans lifir í Suður-Ameríku, til dæmis tileinkaði Roger Waters honum tónleika þegar hann spilaði í Chile í fyrra.

Hér er eitt frægasta lag Victors Jara, hið sérlega fallega Te recuerdo Amanda – Ég man þig Amanda, göturnar voru blautar og þú hljópst að verksmiðjunni þar sem Manuel vann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“