fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Staðurinn sem gerir okkur ríkari, klárari, hraustari og hamingjusamari

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. ágúst 2013 12:00

New York

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Triumph of the City er stórmerkileg bók eftir bandarískan hagfræðing sem nefnist Edward Glaeser og er prófessor við Harvardháskóla. Höfundurinn er mikill aðdáandi borga – hann segir að borgir séu staðirnir þar sem eigi sér stað hugmyndaleg gerjun, þar sem skapandi og drífandi fólk er að verki, þar sem kostir nábýlis njóti sín, þar sem verða til góð lífskjör og framfarir.

Það er svosem ekki sama hvernig borgir það eru. Höfundurinn veltir fyrir sér hnignun borgar eins og Detroit og uppgangi borga eins og til dæmis New York. Sú síðarnefnda virtist vera á heljarþröm á árunum milli 1970 og 1990, en svo breyttist eitthvað og New York þykir nú frábærlega eftirsóttur staður til að búa á og heimsækja. Lífskjör þar eru betri en víðast hvar í Bandaríkjunum – og heilsufar íbúanna er gott, menningin blómstrar. En Detroit, sem var ein ríkasta borg Bandaríkjanna á eftirstríðsárunum, er rjúkandi rúst. Ástæðan telur Glaeser vera sá að fólkið í Detroit bjó við góð kjör í bílaverksmiðjunum og hélt að það gæti varað að eilífu. Það sótti sér ekki menntun og þegar bílaiðnaðurinn varð fyrir skakkaföllum hafði það ekki í önnur hús að venda.

Lykillinn að velsæld borga er fólk, hugmyndir, menntun – ekki hús eða stórfyrirtæki. General Motors gat ekki haldið Detroit uppi til eilífðar. Glaser segir að yfirleitt séu það borgir sem byggja á hugviti sem vegnar best. Það eru þær sem geta náð að endurskapa sig.

Margt í bókinni er býsna sannfærandi. Fólk leitar í borgir að tækifærum, betra lífi, framtíð – í þriðja heiminum stækka borgirnar óskaplega. Það þarf að gera mikið átak til að borgir eins og Mumbai verði mannvænir staðir. Lykillinn er að bæta samgöngurnar, koma hreinu vatni til íbúanna og tryggja öryggi þeirra.. Þetta eru vandamál sem allar borgir hafa þurft að glíma við. En Glaeser  segir að það sé ekki að ástæðulausu að fólkið leiti í borgirnar – þrátt fyrir fátækt séu kjörin þar yfirleitt betri en í sveitunum og tækifærin ólíkt fleiri.

Glaeser fullyrðir líka að borgir séu vistvænni en sveitir og dreifð úthverfi. Þar safnast fólk saman á lítinn blett. Það þarf ekki að hafa eins mikið fyrir því að komast á milli staða – mikill fjöldi fólks samnýtir orkuna, vatnið, samgöngurnar. Hann er líka formælandi þessa að byggð séu háhýsi – telur að borgir njóti sín best og séu hagkvæmastar þar sem margt fólk safnast saman í þéttri byggð. Vandi borgar eins og Parísar er að hún er nánast fullbyggð og miklar takmarkanir á því hvað og hvernig má byggja innan borgarmarkanna. Það þýðir að húsnæðisverð  borginni, sem er einn af eftirsóttustu stöðum í heiminum að búa á, verður óheyrilega hátt. Við það getur orðið hætta á stöðnun þegar millistéttarfólk hefur ekki lengur efni á að setjast að í borginni.

Í bókinni er fléttað saman hagfræði, skipulagsfræði og sögu – þarna er leitað skýringa á velgengni borga, og hvers vegna sumum borgum tekst betur en öðrum. Á kápunni segir að borgin sé merkasta uppfinning mannsins og að hún geri okkur ríkari, klárari, grænni, hraustari og hamingjusamari. Einhverjir kunna að vera ósammála því, en þetta er rit sem vekur mann til umhugsunar.

new_york_skyline2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?